Yfirvöld í Svíþjóð hafa hótað að hætta fjárstuðningi við nokkrar af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, nema fallist verði á kröfu þeirra um aukin áhrif á það hvernig fjármununum er varið.
„Rödd Svíþjóðar verður að heyrast. Við sættum okkur ekki við að leggja bara til traust fjármagn. Við viljum einnig taka virkan átt í stjórn hinna ýmsu aðgerða, segir Gunilla Carlsson, þróunarhjálparráðherra Svíþjóðar, í grein sem birt er í stærsta blaði landsins Dagens Nyheter í dag.Greinin er birt í tengslum við kynningu á niðurstöðum könnunar sem Svíar hófu, á árangri þróunaraðstoðar árið 2007, í morgun. Þar kemur m.a. fram að starf nokkurra stofnana Sameinuðu þjóðanna skila ekki tilætluðum árangri.
Í grein Carlsson fjallar hún sérstaklega um matvæla og landbúnaðarstofnunina FAO en hún segir bera af hvað þunglamaleika og óskilvirkni varðar.Aðrar stofnanir sem eru sérlega óskilvirkar, samkvæmt könnuninni, eru UNODC, sem berst gegn glæpum og útbreiðslu fíkniefna, UNAIDS, sem bers gegn útbreiðslu HIV veirunnar, UNIFEM, sem berst fyrir auknum lífsgæðum kvenna og umhversfisverndarstofnunina GEF.
„Umbætur og breytingar eru nauðsynlegar til að Svíar geri áfram langtímaskuldbindingar við þessar stofnarnir,” segir í grein Carlsson