Ísraelar tryggðu öryggi Hamas-liða

Ísraelar sjást hér halda á fána með mynd af Gilat …
Ísraelar sjást hér halda á fána með mynd af Gilat Shalit sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna í tvö og hálft ár. Reuters

Greint hefur verið frá því að Omar Suleiman, yfirmaður leyniþjónustu Egyptalands og aðalsamningamaður Egypta gagnvart Ísraelum og Palestínumönnum, hafi fengið tryggingu Ísraela fyrir því að ekki yrði ráðist á Moussa Abu Marzouk, einn æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, er hann heimsótti Gasasvæðið í síðustu viku. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

 Samkvæmt heimildum arabíska blaðsins Al Hayat, sem gefið er út í London, lýsti Marzouk vilja til að fara til Gasa til að liðka fyrir samningum um skipti á ísraelska hermannsins Gilad Shalit, sem er í haldi herskárra Palestínumanna á Gasasvæðinu, og palestínskra fanga í haldi Ísraela. 

Marzouk hitti m.a. Ahmed al-Jabari,  yfirmann hernaðararms Hamas á Gasa og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra samtakanna þar, þá fékk hann myndband því il staðfestingar að Shalit væri enn á lífi. Hamas samtökin hafa krafist lausnar sex til tíu háttsetta liðsmanna samtakanna úr haldi Ísraela í skiptum fyrir Shalit en endanlegt samkomulag um fangaskiptin hefur enn ekki náðst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert