Greint hefur verið frá því að Omar Suleiman, yfirmaður leyniþjónustu Egyptalands og aðalsamningamaður Egypta gagnvart Ísraelum og Palestínumönnum, hafi fengið tryggingu Ísraela fyrir því að ekki yrði ráðist á Moussa Abu Marzouk, einn æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, er hann heimsótti Gasasvæðið í síðustu viku. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Samkvæmt heimildum arabíska blaðsins Al Hayat, sem gefið er út í London, lýsti Marzouk vilja til að fara til Gasa til að liðka fyrir samningum um skipti á ísraelska hermannsins Gilad Shalit, sem er í haldi herskárra Palestínumanna á Gasasvæðinu, og palestínskra fanga í haldi Ísraela.
Marzouk hitti m.a. Ahmed al-Jabari, yfirmann hernaðararms Hamas á Gasa og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra samtakanna þar, þá fékk hann myndband því il staðfestingar að Shalit væri enn á lífi. Hamas samtökin hafa krafist lausnar sex til tíu háttsetta liðsmanna samtakanna úr haldi Ísraela í skiptum fyrir Shalit en endanlegt samkomulag um fangaskiptin hefur enn ekki náðst.