Ásakanir um hryðjuverk eru heiður

Khalid Sheikh Mohammed er talinn hafa skipulagt hryðjuverkin 11.september 2001
Khalid Sheikh Mohammed er talinn hafa skipulagt hryðjuverkin 11.september 2001 AP

Fimm menn sem sakaðir eru um að hafa lagt á ráðinn um hryðjuverkaárásina á New York þann 11. september segja að ásakanirnar gegn þeim séu „heiðursmerki“ og að með því að drepa Bandaríkjamenn hafi þeir verið að færa guði fórnir

Þetta kemur fram í réttarskjölum frá Guantanamo Bay sem opinberuð voru í dag. Kærur bandarískra yfirvalda gegn mönnunum eru „ekki ásakanir“ að þeirra mati „heldur heiðursmerki sem við berum með stolti. Við erum hryðjuverkamenn inn að beini. Þökk sé guði.“

Meðal fanganna fimm er Khalid Sheikh Mohammed, sem talinn er vera heilinn á bak við árásirnar á tvíburaturnana. Þeir hafa áður sagt við yfirheyrslu að þeir hafi skipulagt árásirnar og vilji lýsa sig seka um stríðsglæpi. Þeir halda því fram að gjörðir þeirra séu í samræmi við íslamska trú og að Bandaríkin hafi engan rétt á að saka aðra um að ráðast gegn almennum borgurum. „Að drepa ykkur og berjast við ykkur, eyðileggja ykkur og ógna ykkur, að svara árásum ykkur, allt eru þetta skyldur sem trú okkar krefst af okkur. Þetta eru fórnir okkar til guðs.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert