Myndir þú hjálpa Gyðingi?

Á nýrri sýningu í Amsterdam um heimsstyrjöldina síðari eru gestir nú spurðir samviskuspurninga á borð við: „Myndir þú fela Gyðing frá nasistum?“

Safnið, sem ber nafnið „Skotbyrgið“ var opnað fyrir gestum í síðustu viku. Byggingin, sem er um átta metra breið og fimm metra há, er þakin myndum af steypuveggjum og lítur út eins og skotbyrgi úr heimsstyrjöldinni. Gestir þurfa að svara spurningum eins og „Getur þú haldið áfram að vera vinur Gyðings?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert