Stöðvuðu sjálfsmorð með rafbyssu

Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu
Bandarískur lögreglumaður sést hér halda á Taser rafstuðbyssu AP

Lögreglan í Flórída hindruðu mann í að fremja sjálfsmorð vegna efnahagsástandsins með því að stuða hann með Taser-rafbyssu. Kallað var til lögreglu þegar ökumenn urðu varir við manninn sem gerði sig líklegan til að kasta sér fram af brú. Lögreglan gaf manninum raflost og gripu hann svo áður en hann féll fram af.

Samkvæmt BBC fréttavefnum er maðurinn trésmiður, sem varð gjaldþrota og missti fyrirtæki sitt og heimili vegna efnahagsástandsins. Hann fór til Flórída frá Rhode Island í leit að starfi og nýju lífi en að árangurslausu og virðist hann hafa örvinglast vegna ástandsins.

Talskona lögreglunnar í Flórída segir að lögreglumennirnir hefðu fyrst reynt að tala um fyrir manninum þegar þeir komu á vettvang en hann hafi þrætt fyrir ákvörðun sína um að fremja sjálfsmorð og neitað að koma niður. Lögreglumennirnir ákváðu þá að beita Taser-rafbyssum sínum gegn honum, en þær eru venjulega notaðar til að yfirbuga ofbeldismenn eða stöðva menn á flótta. Maðurinn er ómeiddur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert