Foreldrar drengja í Tsjetsjeníu sem fæðast á fæðingardegi Múhammeðs spámanns fá framvegis upphæð sem samsvarar rúmlega tveimur mánaðarlaunum.
Forseti Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hefur heitið þessari aukagreiðslu samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax. Hann hvetur jafnframt foreldra til þess að nefna drengina eftir spámanninum. Það sé þó ekki skilyrði fyrir bónusnum, heldur einungis ósk.
Kadyrov, sem komst til valda fyrir tveimur árum, hefur hvatt karla til fjölkvænis. Hann segir konur eign karla og að helsta hlutverk þeirra sé að fæða börn.