Siðanefnd frönsku stjórnsýslunnar íhugaði að segja af sér í kjölfar ákvörðunar Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, um að skipa náinn samverkamann til að leiða bankasamsteypu eftir samruna, að sögn formanns nefndarinnar.
Mikið uppnám varð í Frakklandi í síðasta mánuði þegar Sarkozy skipaði Francois Perol, aðstoðarstarfsmannastjóra sinn og aðalefnahagsráðgjafa, til að veita forstöðu nýrri bankasamsteypu, Caisse d'Epargne/Banque Populaire.
„Ég segi ykkur hreinskilnislega að við íhuguðum öll að segja af,“ sagði Olivier Fouquet, formaður 14 manna siðanefndarinnar þegar hann kom fyrir þingnefd í dag.
Nefndin féll síðan frá slíkum hugmyndum vegna þess að það gæti valdið tómarúmi, sagði formaðurinn ennfremur.
Uppnámið út af skipuninni varð ekki síst vegna þess að nefndin sem hefur eftirlit með mannatilfærslum frá hinu opinbera yfir til einkageirans, var ekki höfð með í ráðum.
Stjórnarandstæðan sakaði Sarkozy um að reyna að einoka allt hagstjórnarvald þegar hann skipaði náinn samstarfsmann, Perol, sem hafði annast samningaviðræðurnar um myndum næststærsta banka landsins.
Perol sem tók við nýja starfinu í síðasta mánuði á að koma fyrir þingnefnd 25. mars sl.