Sears turninn heyrir brátt sögunni til

Sears turninn í Chicaco mun brátt heyra sögunni til.
Sears turninn í Chicaco mun brátt heyra sögunni til. AP

Hæsta bygg­ing Banda­ríkj­anna, Se­ars Tower í Chicago sem er 110 hæðir, mun brátt hljóta nýtt nafn. Bygg­ing­in mun framtíðinni heita Will­is Tower í höfuðið á trygg­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Will­is Group Hold­ings.

Fyr­ir­tækið hyggst leigja út marg­ar hæðir í turn­in­um sem er 442 metr­ar á hæð. Nafn­inu verður breytt með form­leg­um hætti næsta sum­ar.

Se­ars, sem var eitt sinn stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, var með höfuðstöðvar sín­ar í turn­in­um. Það var lokið við að reisa hann árið 1973, en þá var bygg­ing­in sú hæsta í heim­in­um. Se­ars flutti síðan starf­semi sína annað snemma á tí­unda ára­tugn­um.

Se­ars hef­ur orðið und­ir í sam­keppn­inni við fyr­ir­tæki á borð við Wal-Mart og Home Depot.

Í dag er turn­inn fimmta hæsta bygg­ing í heim­in­um. Í dag er Taipei 101 bygg­ing­in í höfuðborg Taívans sú hæsta. Hún er 509 metr­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert