Bætur vegna fyrirtíðaspennu

Æðsti stjórnsýsludómstóll Svíþjóðar hefur úrskurðað að kona sem er ófær um að vinna í tvær vikur í hverjum mánuði vegna fyrirtíðaspennu eigi að fá sjúkrabætur.

Konan, sem er fertug, hefur staðið í baráttu við kerfið vegna málsins í mörg ár. Fyrir þremur árum úrskurðaði lénsnefnd að konan ætti að fá takmarkaðar sjúkrabætur. Sjúkratryggingastofnunin í Svíþjóð áfrýjaði hins vegar úrskurðinum, að því er greint er frá á viðskiptavefnum e24.se.

Þar segir jafnframt að tæplega 100 þúsund sænskar konur þjáist af slæmri fyrirtíðaspennu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert