Fólk og hús undir aurskriðu í Noregi

Nokkur íbúðarhús og sumarbústaðir urðu undir aurskriðu í Namsos í Noregi í morgun. Yfirmenn björgunaraðgerða staðfestu við NTB fréttastofuna að hús og fólk hefði farið með aurskriðunni út í fjörð.

Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hefur sjö manns verið bjargað um borð í þyrlur sem einn leita að fólki.

Á vef Aftenposten segir að sjónarvottar hafi greint frá því í norska ríkisútvarpinu að fólk hefði veifað handklæðum til þess að vekja athygli björgunarsveitarmanna. Fréttamaður útvarpsins sagði nokkur hús fljóta á firðinum en önnur væru alveg grafin undir aurskriðunni.

Talið er að sprenging hafi valdið aurskriðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka