Bandaríkin munu héðan í frá hætta að kalla meinta hryðjuverkamenn „óvina stríðsmenn“ (e. enemy combatants). Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Þar með er bundinn endir á stefnu Bush-stjórnarinnar í þessum málum.
Fram kemur í tilkynningunni að fangarnir muni verða í haldi skv. alþjóðlegum lögum um stríð.