Kreppan bítur kynlífsiðnaðinn

Kynlífsiðnaðurinn í Frakklandi hefur fundið fyrir áhrifum kreppunnar líkt og hver annar iðnaður. Mun minna hefur verið keypt af hjálpartækjum ástarlífsins frá því kreppan skall á af fullum þunga.

Að sögn sérfróðra verja Frakkar því mun færri evrum í kynlífstæki, nuddolíur og önnur hjálpartæki.

Margir hafa hins vegar heimsótt sölusýningu á erótískum tækjum og tólum sem eru nú til sýnis í París í Frakklandi, ástarhöfuðborg heimsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert