Lenti á járnstöng við leik

AP

Sex ára indverskur drengur, Mihir, var að leika sér uppi á þaki með félögum sínum í bænum Hazaribagh í Indlandi á miðvikudaginn. Á leiðinni niður lenti drengurinn á eins og hálfs metra langri járnstöng sem fór í gegnum hann.

Gerð var aðgerð á guttanum aðfaranótt fimmtudags. Lifur og bris sködduðust, að sögn lækna. Þeir segja að ekki komi í ljós fyrr en eftir nokkra daga hvernig drengnum reiðir af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka