Bráðabirgðaniðurstöður sýna að Norðurpóllinn tilheyrir formlega Dönum. Þetta er skoðun kanadísks vísindamanns sem hefur skoðað bráðabirgðaniðurstöðurnar af nýjum jarðfræðirannsóknum á landgrunninu við Norðurpólinn.
Á vefsíðu Jyllands-Posten er greint frá því að vísindamaðurinn Ron McNab hafi í viðtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC sagt að Danir hefðu ástæðu til að halda því fram að Norðurpóllinn tilheyrði þeim.
Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur og Danmörk hafa látið rannsaka hvort hægt sé að skera úr um hverjum Norðurpóllinn tilheyrir. Danir gera tilkall til svæðisins vegna Grænlands.
Sameinuðu þjóðirnar munu endanlega skera úr um málið.