Norðurpóllinn í eigu Dana

Haraldur Örn Ólafsson á Norðurpólnum árið 2000.
Haraldur Örn Ólafsson á Norðurpólnum árið 2000. mbl.is/Einar Falur

Bráðabirgðaniður­stöður sýna að Norður­póll­inn til­heyr­ir form­lega Dön­um. Þetta er skoðun kanadísks vís­inda­manns sem hef­ur skoðað bráðabirgðaniður­stöðurn­ar af nýj­um jarðfræðirann­sókn­um á land­grunn­inu við Norður­pól­inn.

Á vefsíðu Jyl­l­ands-Posten er greint frá því að vís­indamaður­inn Ron McNab hafi í viðtali við kanadísku sjón­varps­stöðina CBC sagt að Dan­ir hefðu ástæðu til að halda því fram að Norður­póll­inn til­heyrði þeim. 

Banda­rík­in, Kan­ada, Rúss­land, Nor­eg­ur og Dan­mörk hafa látið rann­saka hvort hægt sé að skera úr um hverj­um Norður­póll­inn til­heyr­ir. Dan­ir gera til­kall til svæðis­ins vegna Græn­lands.

Sam­einuðu þjóðirn­ar munu end­an­lega skera úr um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert