Sátu á stólum keisarans í tugi ára

Áratugum saman hefur venjuleg finnsk fjölskylda setið í sófasetti síðustu rússnesku keisarafjölskyldunnar án þess að vita af því. Húsgögnin voru keypt af bolsjevikum á þriðja áratug síðustu aldar. Bolsjevikar seldu dýrgripina úr Vetrarhöllinni í St. Pétursborg eftir byltinguna 1918 þegar keisarafjölskyldan var myrt.

Uppboðshaldarar hjá Bukowski í Helsinki í Finnlandi trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu áletrunina neðan á húsgögnunum. Vonast er til þess að auðmaður kaupi húsgögnin og afhendi safninu í Vetrarhöllinni þau á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka