Lögreglan í Noregi segir að sjö hafi verið komið til bjargar í bænum Namsos í Nyðri-Þrændalögum þar sem aurskriða féll snemma í morgun. Skriðan féll á nokkur hús sem sópuðust í burtu. Að sögn lögreglu er ekki neins saknað.
Skriðan ýtti húsunum niður bratta brekku og höfnuðu nokkur þeirra í sjónum.
Björgunarsveitir, kafarar, leitarþyrlur og leitarhundar voru sendir strax staðinn. Þeir leita nú af sér allan grun á svæðinu.
Talið er að hópur manna sem vann við vegagerð í nágrenninu hafi komið skriðunni af stað, en þeir voru að nota sprengiefni við framkvæmdirnar.
Bifreið varð einnig undir skriðunni, en að sögn lögreglu var enginn í henni.