Endalok skattaskjóla?

Alistair Darling (t.h.), fjármálaráðherra Bretlands og Mervyn King seðlabankastjóri við …
Alistair Darling (t.h.), fjármálaráðherra Bretlands og Mervyn King seðlabankastjóri við upphaf fundar G-20 ríkjanna í morgun. Reuters

Fjármálaráðherrar og seðlabankastjóra 20 helstu iðnvelda heims funda nú í Bretlandi. Verður einkum fjallað um kreppuna og leiðir til að hleypa krafti í efnahagslífið en einnig vandann vegna skattaskjóla. Er um að ræða undirbúningsfund vegna leiðtogafund ríkjanna í næsta mánuði. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að nú sjái fyrir endann á tilveru skattaskjólanna.

 Skattaskjól er heiti sem notað er yfir lönd sem yfirleitt eru með mjög lága eða enga skatta og gefa oft fólki og fyrirtækjum leyfi til að skrá með leynd  innistæðureikninga sína og fyrirtæki.

 Breski ráðherrann lét ummæli sín falla í tilefni þess að Svisslendingar hafa nú ákveðið að aflétta að hluta bankaleynd sem hefur verið ein af undirstöðum mikilla umsvifa ríkisins á sviði fjármálastarfsemi í meira en öld.

 Undanfarna daga hafa fleiri evrópsk skattaskjól eins og Liechtenstein, Andorra, Austurríki, Lúxemborg og Jersey, samþykkt að eiga samstarf við yfirvöld í öðrum löndum sem reyna að finna og klófesta skattsvikara. Þá er óhjákvæmilegt að aflétta bankaleyndinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert