Olíuslys í í Ástralíu

AP

Sextíu kílómetrar af strandlengju Queenslandfylkis í Ástralíu eru þaktir olíubrák eftir að olía lak úr flutningaskipinu MV Pacific Adventurer í fárviðri fyrir helgi.

Talið er að 31 gámur hafi fallið af skipinu, þar af einn sem hafi rekist í eina af eldsneytisgeymslum skipsins með fyrrgreindum afleiðingum.

Anna Bligh, fylkisstjóri Queensland, hefur lýst því yfir að hluti strandlengjunnar sé hamfarasvæði, en óttast er að 100 tonn af olíu hafi farið í sjóinn, eða þrefalt meira en talið var í upphafi.

Reynist það rétt er um að ræða versta umhverfisslysið í sögu fylkisins og hafa rekstraraðilar skipsins verið sakaðir um að veita ekki nægar upplýsingar um lekann. Þeirra kann að bíða málsókn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert