Fjórir NATO-hermenn falla í Afganistan

61NATO-liði hefur fallið í Afganistan það sem af er þessu …
61NATO-liði hefur fallið í Afganistan það sem af er þessu ári. Reuters

Fjórir NATO-hermenn féllu í sprengingu í Nangarhar-héraði í austurhluta Afganistan í dag. Hafa herskáar sveitri talibana þegar lýst árásinni á hendur sér.

Sprengjan var ætluð herlest á Bati Kot landsvæðinu og var fjarstýring notuð til að kveikja á henni. Ekki fékkst upp gefið hverrar þjóðar hermennirnir voru, en flestir NATO-liðar á svæðinu koma frá Bandaríkjaher.

Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði menn úr sínum hersveitum hafa staðið fyrir árásinni.  

Þrír NATO-hermenn létust í umferðarslysi á laugardag og hafa nú 61 NATO-hermaður fallið það sem af er þessu ári, flestir í átökum við herskáar sveitir talibana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert