Íbúar Nørrebro í Kaupmannahöfn mótmæltu í dag skotárásum undanfarinna vikna í hverfinu, sem kostað hafa þrjá menn lífið.
„Við viljum endurheimta hversdaginn.“ Svona hljóðaði slagorð þeirra 300 íbúa sem tóku þátt í kröfugöngu sem farin var frá Blågårds Plads að Ráðhústorginu í dag.
Voru göngumenn öllu færri en þau rúmlega 3.000 manns sem tóku þátt í mótmælum í gær að sögn Berlingske Tidende og þegar er búið að skipuleggja ný mótmæli næsta fimmtudag. Krafan er hins vegar sú sama í öllum mótmælunum, íbúar er ekki sáttir við þau áhrif sem deilur gengja innflytjenda og vélhjólamanna um yfirráð yfir Nørrebro hafa á hverfið.