Forsætisráðherra Bretlands Gordon Brown hefur hafnað hugmyndum Liams Donaldsons, landlæknis Bretlands, um að lögfesta tiltekið lágmarksverð á áfengi til að draga úr neyslu. Donaldson leggur til í væntanlegri ársskýrslu sinni til að verð á áfengi verði næstum tvöfaldað í þessum tilgangi og álítur að þannig megi draga úr neyslu um allt að 7%.
Brown segir að ekki sé hægt að refsa meirihluta þjóðarinnar vegna ofdrykkju minnihlutans. Hann segist telja rétt að reyna að draga úr drykkju og þá um leið að taka á þeim vandamálum sem henni fylgja en samt sem áður sé ekki hægt að láta það bitna á þeim sem drekka í hófi líkt og meirihluti þjóðarinnar gerir, að því er segir í frétt á vef Telegraph.