Japanir beita grænum aðgerðum

YURIKO NAKAO

Japanska ríkið ætlar að lána fimm milljarða dollara til fátækari landa, til að styðja við framleiðslu endurnýjanlegrar orku og uppbyggingu umverfisvænna innviða. Þetta er hluti af baráttunni við hlýnun andrúmslofts jarðarinnar, segir í tilkynningu frá þróunarbanka þar í landi.

Banki alþjóðlegrar samvinnu í Japan segir að hann muni lána til byggingar vatnsaflsvirkjana, sólarorkuvera og annarra umhverfisvænna verkefna í Asíu og víðar á næstu tveimur árum, úr nýjum lánasjóði. Kaoru Yosano, fjármálaráðherra Japan, minnsti fyrst á þessa áætlun á síðasta fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra G20 ríkjanna.

Japanir eru líka að útfæra grænan aðgerðapakka vegna kreppunnar heima fyrir. Aðgerðunum er ætlað að taka á umhverfisvandamálum um leið og þau hjálpi landinu í kreppunni. Umhverfisráðherrann Tetsuo Saito mun væntanlega tilkynna um átak fyrir notkun sólarorku í skólum og opinberum byggingum. Sú áætlun verður líklega hluti af efnahagsörvunaraðgerðum sem nú er verið að setja saman, að sögn Kyodo News fréttastofunnar.

„Við erum á lokasprettinum í þeirri vinnu að koma saman grænum „New Deal“-pakka, sem ætlað er að örva hagvöxt með umhverfisvænum aðgerðum,“ tjáði embættismaður í japanska umhverfisráðuneytinu AFP fréttastofunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert