Stjórnendur Jyllands-Posten hafa ákveðið að loka prentsmiðju fyrirtækisins í Viby í lok september. Reynt verður að selja prentvélina en verkefni prentsmiðjunnar í Viby flytjast til prentsmiðju JP í Erritsø.
Prentsmiðjan í Viby er komin til ára sinna en elstu hlutar hennar og tæki eru frá árinu 1987 og því löngu komið að endurnýjun.
Alls missa 107 manns vinnuna þegar prentsmiðjunni í Viby verður lokað. Stjórnendur Jyllands-posten telja að með lokuninni megi spara tugi milljóna danskra króna á ári.