Lögreglumenn skotnir til bana á Vesturbakkanum

Ísraelskur hermaður gætir Palestínumanna sem handteknir voru á vettvangi árásarinnar …
Ísraelskur hermaður gætir Palestínumanna sem handteknir voru á vettvangi árásarinnar í gær. Reuters

Tveir ísraelskir lögreglumenn létu lífið í skotárás á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Árásin átti sér stað við gyðingabyggðina Masu'a á norðanverðum Vesturbakkanum.

Samtök sem kalla sig Imad Mughniyeh Grouproup hafa lýst ábyrgðinni á árásinni á hendur sér í símtali við AFP fréttastofuna. 

Samtökin eru nefnd eftir háttsettum liðsmanni Hezbollah samtakanna sem lét lífið í  bílsprengju í Damaskus í Sýrlandi í febrúar á síðasta ári. Ísraelar hafa verið sakaðir um að bera ábyrgð á þeirri sprengingu en yfirvöld þar í landi hafna því. 

Mennirnir fundist skotnir í lögreglubíl sínum eftir að tilkynnt hafði verið um skothvelli á svæðinu. Talið er líklegt að herskáir Palestínumenn hafi leitt þá í gildru og skotið þá af stuttu færi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka