Spá erfiðri byrjun í Ísrael

Avigdor Lieberman, leiðtogi Yisrael Beitenu, á götu í Beer Sheva …
Avigdor Lieberman, leiðtogi Yisrael Beitenu, á götu í Beer Sheva í dag með eiginkonu sinni og öryggisvörðum. Reuters

Javier Solana, sem fer með utanríkismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samskipti sambandsins við nýja ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins í Ísrael, velta á afstöðu hennar til stofnunar sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

„Við erum tilbúnir til að vinna með ríkisstjórn Ísraels eins og við höfum gert hingað til, að því gefnu að hún vilji áfram ræða og vinna að lausn sem byggir á hugmyndinni um tvö ríki sagði hann. Sé hún það ekki þá er staðan önnur,” sagði hann.

Fleiri evrópskir leiðtogar hafa í dag lýst yfir áhyggjum af aðkomu þjóðernisöfgaflokksins Yisrael Beitenu að ríkisstjórn Netanyahu.

Alexandr Vondra, aðstoðarforsætisráðherra Tékklands, sagði í dag að hann ætti von á erfiðri byrjun í samskiptum hinnar nýju stjórnar og Palestínumanna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert