Tveir átta ára strákar á Skáni í Svíþjóð eru grunaðir um að hafa nauðgað skólafélaga sínum. Hefur saksóknari í Malmö ákveðið að láta rannsaka málið en áður hafði því verið vísað frá.
Foreldrar fórnarlambsins höfðu samband við skólastjórann í janúar en meint nauðgun á að hafa verið framin í ágúst í fyrra. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, lýsir hneykslun sinni á aðgerðum saksóknarans, Peters Herttings, og segir að um alger ,,fíflalæti" sé að ræða. Mál barna heyri ekki undir lögreglu og réttarkerfið heldur félagsmálayfirvöld.