Fritzl sýnir andlitið

Ljósmyndarar hafa náð myndum af andliti Austurríkismannsins Josef Fritzl, sem játaði fyrir rétti í gær að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í kjallaraprísund í 24 ár.

Hingað til hafa aðeins náðst myndir af Fritzl þar sem hann hylur andlit sitt með skjalamöppu. Í dag, á öðrum degi réttarhaldanna, gátu ljósmyndarar séð framan í hann. 

Verjandi Fritzl segir að hann hafi einfaldlega skammast sín of mikið til að sýna andlit sitt opinberlega.

Í dag munu kviðdómendur ljúka við að hlýða á vitnisburð dóttur Fritzl, sem var tekinn upp á myndband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert