Grísir soðnir lifandi í Svíþjóð

mbl.is

Komið hefur í ljós að grísir voru soðnir lifandi og ódeyfðir í fjórum sláturhúsum í Svíþjóð á síðasta ári. Fram kemur í gögnum sænska matvælaeftirlitsins að slík tilfelli hafi verið skráð í sláturhúsum í  Luleå í Norður-Svíþjóð, í Kristianstad á Skáni, í Rättvik í Dölunum og í Visby á Gotlandi. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Í a.m.k. einu tilfellinu höfðu of margir grísir verið settir saman í deyfingarlyftu og því komust margir þeirra aftur til meðvitundar eftir að þeim hafði verið sturtað úr henni út í sjóðandi vatn.

Samkvæmt sænskum reglum eiga grísir að vera dauðir er þeir eru settir út í vatnið. Tekið er sérstaklega fram í reglunum að ekki sé nóg að þeir séu  meðvitundarlausir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka