Rússar boða endurnýjun hergagna

Rússneskir hermenn opna fyrir Dímítrí Medvedev forseta Rússlands.
Rússneskir hermenn opna fyrir Dímítrí Medvedev forseta Rússlands. Reuters

Forseti Rússlands, Dímítrí Medvedev, greindi frá því í dag að til standi að endurnýja hergögn rússneska hersins. Verður sérstaklega horft til endurnýjunar á kjarnorkuvopnabúnaði. Þegar forsetinn var spurður út í ástæðuna fyrir þessu vísaði hann til stækkunar Atlantshafsbandalagsins (NATO) við landamæri Rússlands og svæðisbundin átök innanlands.

Á síðasta ári voru birtar áætlanir rússneskra stjórnvalda um aukin framlög til varnarmála á næstu tveimur árum. Áætlað er að eyða tæplega 140 milljörðum Bandaríkjadala á næstu tveimur árum í vopnakaup, samkvæmt frétt BBC.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert