Fritzl: „Mér þykir þetta leitt"

Josef Fritzl á leið inn í réttarsalinn í gær
Josef Fritzl á leið inn í réttarsalinn í gær Ho

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, breytti í dag málsvörn sinni fyrir rétti og játaði á sig sekt í öllum ákæruliðum, þar á meðal morðákæru sem hann neitaði fyrr í vikunni. „Ég játa á mig sekan um alla þá glæpi sem ég er ákærður fyrir," sagði Fritzl við upphaf réttarhaldanna í morgun. Sagði hann í morgun við dómarann þegar hann var spurður út í hvers vegna hann breytti fyrri játningu að vitnisburður dótturinnar, Elisabeth, sem sýndur var á myndbandi við réttarhöldin í gær og fyrradag skýri breytinguna á vitnisburðinum. „Mér þykir þetta leitt," bætti Fritzl við.

Fritzl er ákærður fyrir glæpi gegn dóttur sinni en hann hélt henni fanginni í kjallaraholu í 24 ár. Hann átti með henni sjö börn, þar af eitt sem lést fljótlega eftir fæðingu. Fritzl var ákærður fyrir að hafa orðið barninu að bana með því að neita að koma því undir læknishendi þótt dóttir hans grátbæði hann um það vegna þess að barnið átti erfitt með öndun. Fritzl neitaði því í fyrradag og sagði að barnið hafi fæðst andvana. Hann hefur nú breytt þeim vitnisburði.

Fritzl játaði fyrir rétti í fyrradag að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í kjallaraprísund í 24 ár en kvaðst eins og áður sagði vera saklaus af ákæru um manndráp.

Fritzl játaði á sig nauðganir, sifjaspell, alvarlegar árásir og frelsissviptingu. Hann neitaði hins vegar manndrápsákærunni, sem varðar lífstíðarfangelsi, og ákæru um þrælahald, en hefur nú játað sök.

Fritzl leiddur inn í réttarsalinn
Fritzl leiddur inn í réttarsalinn Reuters
Fjölmiðlafár hefur fylgt réttarhöldunum yfir Fritzl
Fjölmiðlafár hefur fylgt réttarhöldunum yfir Fritzl Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka