Stór hnúfubakur sást nýverið á sundi skammt frá höfninni í Hong Kong. Að sögn yfirvalda er þetta í fyrsta sinn sem slíkur hvalur hafi sést á þessum slóðum. Talið er að hvalurinn sé um 10 metra langur.
Hann hefur þegar vakið mikla athygli og hafa margir hvalaskoðendur gert sér ferð niður á höfn til að berja dýrið augum.
Sumir sérfræðingar halda því fram að umferð báta á svæðinu geti ógnað öryggi hvalsins, sem virðist hafa villst af leið. Hann hefur verið á sundi við höfnina frá því á mánudag.