Íraninn Omid Mir Sayafi lést í fangelsi þangað sem hann var sendur fyrir að birta gagnrýnið efni í bloggi um Ayatollah Ali Khamenei, trúarlegan leiðtoga landsins. Hann er talinn hafa verið á þrítugsaldri.
Sayafi lést í Evin-fangelsinu í Teheran en ein álma þess er þekkt fyrir að hýsa pólitíska andófsmenn.
Dr. Hessam Firouzi, samfangi Sayafi, segir honum hafa verið meinað um nauðsynlega læknishjálp í fangelsinu og því látið þar lífið.
Mannréttindasamtök hafa eftir Firouzi að Sayafi hafi þjáðst af illvígu þunglyndi og tekið of stóran lyfjaskammt í fangelsinu áður en hann lést.