Sjóræningjar rændu í gærkvöldi gríska flutningaskipinu Titan úti fyrir ströndum Sómalíu. 24 manna áhöfn er um borð í skipinu sem skráð er á St Vincent en skipið mun ver hlaðið málmum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
293 sjórán voru skráð í heiminum á síðasta ári en um 40% þeirra átti sér stað úti fyrir ströndum Sómalíu. Mjög hefur þó dregið úr sjóránum þar eftir að nokkur ríki sendu herskip á svæðið til að stemma stigu við þeim.
Öðru grísku skipi var rænt á svæðinu í síðasta mánuði.