Páfinn: Útrýmið spillingunni

Benedikt páfi XVI þegar hann fór frá Kamerún í morgun, …
Benedikt páfi XVI þegar hann fór frá Kamerún í morgun, áleiðis til Angóla. Reuters

Benedikt XVI páfi hvatti Afríkubúa til þess að útrýma spillingu „í eitt skipti fyrir öll“ í ræðu sem hann hélt í forsetahöllinni í Angóla í dag. Meðal viðstaddra var Jose Eduardo dos Santons, sem gegnt hefur embætti forseta landsins í 30 þar.

„Vopnaðir heiðarleika, göfuglyndi og samúð getið þið umbreytt þessari heimsálfu, frelsað fólkið ykkar undan þeirri kvöl sem græðgi, ofbeldi og ófriður er,“ sagði páfi m.a. í ávarpinu, sem sjónvarpað var um allt land.

Hann hvatti til þess að mannréttindi yrðu virt í álfunni, stjórnsýsla yrði gagnsæ og dómskerfi óháð stjórnvöldum. Hann sagði nauðsynlegt að almannaþjónusta byggðist á heilindum og hvatti til þess að fjölmiðlar yrðu frjálsir og skólar og sjúkrahús almennilega starfhæfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka