Sigur fyrir málstað indíána

Indíánar fagna úrskurðinum
Indíánar fagna úrskurðinum Reuters

Hæstirétt­ur í Bras­il­íu hef­ur dæmt indí­án­um í hag í bar­áttu þeirra fyr­ir eign­ar­rétti yfir lönd­um sín­um. Tíu af ell­efu dómur­um í mál­inu greiddu at­kvæði indí­án­un­um í hag en málið snýst um eign­ar­rétt yfir vernd­ar­svæði indí­ána í norður­hluta Roraima héraðs. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Sam­kvæmt úr­sk­urði dóm­ar­anna skal allt land  inn­an vernd­ar­svæðis­ins telj­ast ein land­ar­eign í eigu Ra­posa Serra do Sol sam­fé­lags indí­ána á vernd­ara­svæðinu. Þýðir hann að rík­ir bænd­ur sem eiga þar land­ar­eign­ir missa eign­ar­rétt­inn yfir því landi. 

Í dóms­úrsk­urðinum eru yf­ir­völd í Bras­il­íu einnig harðlega gagn­rýnd fyr­ir að bregðast indí­án­um. Dóm­ur­inn hafði tvisvar frestað því að úr­sk­urða í mál­inu og er það tal­ist tengj­ast ör­ygg­is­ráðstöf­un­um. Hef­ur her lands­ins m.a. lagst gegn málstað indí­ána í mál­inu þar sem hann ótt­ast að gefi for­dæmi sem muni leiða til þess að til verði landsvæði indí­ána á landa­mær­um Bras­il­íu sem ekki falli und­ir lög­sögu rík­is­ins.  

Þá flæk­ir það málið að samstaða er ekki um það meðal allra hópa indí­ána á svæðinu. Á síðasta ári voru nokkr­ir indí­án­ar skotn­ir til bana í tengsl­um við málið. Ekki hef­ur hins veg­ar komið til átaka eða of­beld­is­verka í tengsl­um við úr­sk­urð dóm­ar­anna nú. 

20.000 indí­án­ar búa á svæðinu sem er á Amazon-svæðinu og ligg­ur að landa­mær­um Venesúela. Luiz Inacio Lula da Silva, for­seti Bras­il­íu lýsti svæðið fyrst vernd­ar­svæði indí­ána árið 2005.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert