Sigur fyrir málstað indíána

Indíánar fagna úrskurðinum
Indíánar fagna úrskurðinum Reuters

Hæstiréttur í Brasilíu hefur dæmt indíánum í hag í baráttu þeirra fyrir eignarrétti yfir löndum sínum. Tíu af ellefu dómurum í málinu greiddu atkvæði indíánunum í hag en málið snýst um eignarrétt yfir verndarsvæði indíána í norðurhluta Roraima héraðs. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Samkvæmt úrskurði dómaranna skal allt land  innan verndarsvæðisins teljast ein landareign í eigu Raposa Serra do Sol samfélags indíána á verndarasvæðinu. Þýðir hann að ríkir bændur sem eiga þar landareignir missa eignarréttinn yfir því landi. 

Í dómsúrskurðinum eru yfirvöld í Brasilíu einnig harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast indíánum. Dómurinn hafði tvisvar frestað því að úrskurða í málinu og er það talist tengjast öryggisráðstöfunum. Hefur her landsins m.a. lagst gegn málstað indíána í málinu þar sem hann óttast að gefi fordæmi sem muni leiða til þess að til verði landsvæði indíána á landamærum Brasilíu sem ekki falli undir lögsögu ríkisins.  

Þá flækir það málið að samstaða er ekki um það meðal allra hópa indíána á svæðinu. Á síðasta ári voru nokkrir indíánar skotnir til bana í tengslum við málið. Ekki hefur hins vegar komið til átaka eða ofbeldisverka í tengslum við úrskurð dómaranna nú. 

20.000 indíánar búa á svæðinu sem er á Amazon-svæðinu og liggur að landamærum Venesúela. Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu lýsti svæðið fyrst verndarsvæði indíána árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert