Fíkniefnalögreglan í Nígeríu hefur tekið 114 ára gamlan mann höndum eftir að hafa fundið 100 poka með kannabisefnum bak við hús hans í ríkinu Ogun í suðvesturhluta landsins.
Gamli maðurinn, Sulaimon Adebayo, neitaði því að eiga efnin en hann var tekinn höndum eftir ábendingu frá lögreglu.
Skammt er síðan fíkniefnalögreglan lagði hald á 30.000 tonn af kannabisefnum í 5.923 pokum í ríkinu Edo.
Þá lagði hún hald á 80 tonn af kannabisefnum í borginni Ibadan en það er stærsti fundur hennar af þessu tagi fram að þessu.