Banna veiðar á kópum

Rússar hafa bannað veiðar á selskópum úr grænlenska stofninum. Kunnugir segja þrefalt til fjórfalt færri seli á veiðisvæðunum en fyrir aðeins nokkum árum.

Er fækkuninni lýst sem hörmungum og hafa rússneskir umhverfisverndarsinnar barist hart fyrir friðuninni. 

Veiðimenn leggja áherslu á kópana vegna skinnsins sem er afar verðmætt.

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lýsti veiðunum fyrir skömmu sem „blóðugum iðnaði“.

Fjallað hefur verið um fækkun kópa á norðurslóðum vegna hlýnunar á vef Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert