Breskir læknar munu hætta að sinna alvarlega veikum níu mánaða gömlum dreng eftir að foreldrar hans töpuðu dómsmáli þar sem ekki var fallist á ósk þeirra um að honum yrði haldið lifandi.
Foreldrarnir vildu að hann myndi áfram njóta læknisaðstoðar þrátt fyrir að vera heiladauður og hafa hætt að anda margoft. Drengurinn þjáist af sjaldgæfum efnaskiptasjúkdóma og sögðu læknar að engar líkur væru á því að hann myndi ná bara og að hann kveldist skelfilega.
Dómarinn í málinu sagði í gær að þrátt fyrir að hann fyndi sárlega til með foreldrunum þá gæti hann ekki annað en fallist á rökstuðning lækna. Verður slökkt á öndunarvélinni sem heldur honum á lífi í dag. Foreldrarnir segjast vera mjög ósáttir við þessa ákvörðun og hún valdi þeim mikilli sorg.