Gyurcsany segir af sér

Ferenc Gyurcsany, fráfarandi forsætisráðherra Ungverjalands.
Ferenc Gyurcsany, fráfarandi forsætisráðherra Ungverjalands.

Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tilkynnt að hann muni víkja úr embætti. Gyurcsany skýrði frá þessu á flokksfundi með sósíalistum í dag, með þeim orðum að hann áliti sig hindrun í vegi frekari umbóta í félags- og efnahagsmálum.

Forsætisráðherrann hefur verið við völd síðan 2004 en vinsældir stjórnar hans hafa hríðfallið síðan efnahagskreppan skall á í haust. 

Hann mun formlega skýra þingingu frá ákvörðun sinni á mánudag.

Undir hans stjórn hafa Ungverjar fengið 25,1 milljarð Bandaríkjadala frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum aðilum til viðreisnar efnahagslífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert