Mafíunni mótmælt í Napólí

00:00
00:00

Þúsund­ir tóku þátt í mót­mæl­um gegn mafíunni í Napólí­borg á Ítal­íu í dag. Þar á meðal höf­und­ur bók­ar­inn­ar Gomorrah (Gómorra) þar sem komið er upp um ýmsa glæpi mafíunn­ar. Talið er að of­beldið sem fylgt hef­ur mafíunni hafi kostað um níu hundruð lífið á síðustu ára­tug­um.

Rík­is­stjór­inn í Comp­ania, Ant­onio Bassol­ino, tók einnig þátt í mót­mæl­un­um og sagði að hvorki mafían né mafían í Napólí (Camorra) séu ei­líf­ar. Hann vill fjölga í lög­regl­unni í héraðinu og að fleiri rann­sókn­ar­dóm­ar­ar komi að bar­átt­unni við að upp­ræta mafíuna. 

Gómorra sem er eft­ir rann­sókn­ar­blaðamann­inn Roberto Sa­viano hef­ur vakið gríðarlega at­hygli en í bók­inni ger­ir höf­und­ur út­tekt á gang­verki mafíunn­ar í Napólí, en glæpa­sam­tök­in ganga und­ir nafn­inu camorra eða kerfið.

Gómorra, hin synd­um­spillta borg sem drott­inn lagði í rúst skír­skot­ar til sam­fé­lags­legra áhrifa glæpa­sam­tak­anna, og um þau áhrif fjall­ar Sa­viano af slík­um krafti að hann hef­ur þurft að búa við lög­reglu­vernd síðan bók­in kom út árið 2006. Bók­in hef­ur einnig verið kvik­mynduð.


Frá mótmælunum í Napólí í dag
Frá mót­mæl­un­um í Napólí í dag Reu­ters
Fjölmargir mótmæltu mafíunni í Napólí í dag
Fjöl­marg­ir mót­mæltu mafíunni í Napólí í dag Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert