Fimm hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Afganistan hafa látið lífið í átökum síðastliðins sólarhrings við talibana. Hátt í 40 féllu í bardögum við talibana í gær.
Fjórir af mönnunum voru kanadískir hermenn.
Sem fyrr segir týndu hátt í 40 lífi í bardögum við talibana í gær, þar af 19 lögreglumenn.
Ekki hefur verið skýrt frá þjóðerni fimmta NATO-hermannsins sem lét lífið í átökunum.
Samkvæmt vefsíðunni icasualties.org hefur því nú 71 hermaður beðið bana í Afganistan í ár, samanborið við um 294 í fyrra.
Um 40 hafa látið lífið í Írak það sem af er árinu.