Mannfall í Afganistan

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. Reuters

Fimm her­menn á veg­um Atlants­hafs­banda­lags­ins, NATO, í Af­gan­ist­an hafa látið lífið í átök­um síðastliðins sól­ar­hrings við talib­ana. Hátt í 40 féllu í bar­dög­um við talib­ana í gær.

Fjór­ir af mönn­un­um voru kanadísk­ir her­menn.

Sem fyrr seg­ir týndu hátt í 40 lífi í bar­dög­um við talib­ana í gær, þar af 19 lög­reglu­menn.

Ekki hef­ur verið skýrt frá þjóðerni fimmta NATO-her­manns­ins sem lét lífið í átök­un­um.

Sam­kvæmt vefsíðunni ica­sualties.org hef­ur því nú 71 hermaður beðið bana í Af­gan­ist­an í ár, sam­an­borið við um 294 í fyrra.

Um 40 hafa látið lífið í Írak það sem af er ár­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert