Palin gagnrýnir Obama

Sarah Palin í kosningabaráttunni í haust.
Sarah Palin í kosningabaráttunni í haust. Reuters

Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í forsetakosningunum í haust, hefur gagnrýnt Barack Obama forseta fyrir afar óheppileg ummæli hans um Ólympíuleika fatlaðra.

Palin, sem á son með Down heilkennið, kvaðst hafa verið brugðið þegar hún heyrði forsetann ræða dræma leikni sína í keilu í sama mund og Ólympíuleika fatlaðra í skemmtiþætti Jay Leno fyrir helgi.

Obama roðnaði í kinnum um leið og hann lét þennan aulabrandara fjúka og bað svo í kjölfarið Tim Shriver, formann íþróttanefndar fatlaðra í Bandaríkjunum, afsökunar fyrir ummælin á leið sinni frá Kaliforníu til Washington.

Sagði Palin forsetann, valdamesta mann heims, hafa gerst sekan um niðrandi ummæli um dýrmætasta og einstakasta fólk heimsins.

Kvaðst hún vonast til að ummælin endurspegluðu ekki afstöðu forsetans til fólks með sérþarfir. 

Talið er að Palin íhugi mótframboð gegn Obama haustið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert