Nektarmyndirnar voru falsaðar

Pauline Hanson
Pauline Hanson AP

Stærsta fjöl­miðlasam­steypa Ástr­al­íu hef­ur sent stjórn­mála­kon­unni Paul­ine Han­son af­sök­un­ar­beiðni fyr­ir að hafa birt nekt­ar­mynd­ir í fjöl­miðlum sín­um og sagt að mynd­irn­ar væru af Han­son. Rit­stjór­ar News Lim­ited staðfesta að þeir hafi verið blekkt­ir og að mynd­irn­ar væru ekki af Han­son. Mynd­irn­ar voru birt­ar í und­an­fara kosn­inga sem fram fóru í Qu­eens­land í gær. Han­son hlaut ekki náð fyr­ir aug­um kjós­enda og varð und­ir í kosn­ing­un­um.

Han­son, sem er mjög til hægri og hef­ur helst vakið at­hygli fyr­ir um­mæli sín um hætt­una sem Ástöl­un­um stafi af Asíu­bú­um sem þangað flytja, tel­ur að mynd­birt­ing­in hafi verið liður í ófræg­ing­ar­her­ferð gagn­vart sér. En stjórn­mála­skýrend­ur segja hins veg­ar að fyrri frægðarsól Han­son hafi hrapað mjög hratt und­an­far­in ár og það sé helsta skýr­ing­in á því að hún tapaði kosn­ing­un­um.

Neil Breen, rit­stjóri Sunday Tel­egraph í Syd­ney er einn þeirra sem baðst af­sök­un­ar og Damon Johnst­on, rit­stjóri Sunday Her­ald Sun í Mel­boru­ne tók í sama streng. „Við höf­um kom­ist að því að Han­son hafði rétt fyr­ir sér all­an tím­ann en við höfðum rangt fyr­ir okk­ur."

Mynd­irn­ar voru birt­ar í dag­blöðum í eigu News Lim­ited, dótt­ur­fé­lags News Corp. fjöl­miðlaveldi Ruperts Mur­doch, þann 15. mars sl. Sögðu blöðin að mynd­irn­ar hafi verið tekn­ar af Jack John­son, manni sem seg­ist hafa verið unnusti Han­son á átt­unda ára­tugn­um. Hún harðneit­ar því hins veg­ar að hafa áður heyrt um elsk­hug­ann fyrr­ver­andi og hvað þá að hann hafi tekið af henni nekt­ar­mynd­ir. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert