Vilja hverfa frá kjarnorkunni

Vinstrimenn vilja hverfa frjá kjarnorkunni í Svíþjóð.
Vinstrimenn vilja hverfa frjá kjarnorkunni í Svíþjóð. Reuters

Leiðtogar sænsku stjórnarandstöðuflokkanna lýstu um helgina yfir vilja til að hverfa frá notkun kjarnorku, þvert á stefnu stjórnarinnar, komist þeir til valda eftir kosningarnar á næsta ári.

Skammt er um liðið frá stjórn Fredriks Reinfeldts forsætisráðherra tók þá stefnu að framlengja notkun 10 kjarnakljúfa við orkuöflun í landinu og þar með að snúa ákvörðun fyrri stjórnar.

Því yrðu tímamót í orkusögu landsins ef vinstri menn kæmust til valda.

Í staðinn vilja vinstrimenn setja upp endurnýjanlega orkuframleiðslu en ljóst er að erfitt verður að leysa kjarnorkuna af hólmi með þeim hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka