Yfirvöld í S-Afríku ætla ekki að hleypa Dalai Lama inn í landið en í vikunni mun Friðarfundur fara fram í Jóhannesarborg. Hann ætlaði að mæta ásamt Desmond Tutu og FW de Klerk en stjórnvöld hafa verið sökuð um að láta undir þrýstingi kínverskra yfirvalda. Þau segja hinsvegar að Dalai Lama hafi ekki verið á lista yfir opinbera boðsgesti.
Tutu hefur í kjölfarið hótað að mæta ekki en í flestum dagblöðum S-Afríku er því velt upp hvort kínverskum yfirvöldum sé um að kenna. Þau hafa lengi haft horn í síðu Dalai Lama sökum þess að hann berst fyrir sjálfstæði Tíbet. Eitt dagblaðanna hefur eftir ónefndum opinberum starfsmanni að kínversku stjórnvöldin hefðu ekki verið ánægð hefði Dalai Lama verið hleypt inn í landið. „Við viljum ekki gera neitt til að hætta sambandi okkar við Kína.“
Talsmaður yfirvalda segir hinsvegar að Dalai Lama hafi ekki verið á opinberum lista yfir boðsgesti ráðstefnunnar. „Ríkisstjórnin hefur ekki boðið honum og þess vegna fær hann ekki vegabréfsáritun.“