Deilt um ummæli páfa

Lögreglan í París handtók um helgina 11 manns í kjölfar deilna um ummæli Benedikts XVI páfa. Hann sagði í síðustu viku að smokkar væru ekki svarið við vandamálum tengdum eyðni í Afríku og ætti fólk frekar að vera skírlíft.

Ummæli páfa hafa vakið hörð viðbrögð víða um heim, m.a. frá frönskum stjórnmálamönnum. Hafa sumir sagt þau vera banvæn. Yfir 20 milljónir HIV-smitaðra einstaklinga búa í Afríku.

Hópur fólks safnaðist saman í gær við Notre dame dómkirkjuna til að mótmæla þessum orðum páfa. Smokkum var dreift og héldu sumir á skiltum með myndum af páfa og árituninni "morðingi". Þegar stuðningsmenn páfa mættu á staðinn, til að árétta að páfinn hefði meint að smokkar veittu ekki fullkomna vörn gegn HIV-smiti, brutust út slagsmál og var lögreglan þá kölluð til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert