Deilt um ummæli páfa

00:00
00:00

Lög­regl­an í Par­ís hand­tók um helg­ina 11 manns í kjöl­far deilna um um­mæli Bene­dikts XVI páfa. Hann sagði í síðustu viku að smokk­ar væru ekki svarið við vanda­mál­um tengd­um eyðni í Afr­íku og ætti fólk frek­ar að vera skír­líft.

Um­mæli páfa hafa vakið hörð viðbrögð víða um heim, m.a. frá frönsk­um stjórn­mála­mönn­um. Hafa sum­ir sagt þau vera ban­væn. Yfir 20 millj­ón­ir HIV-smitaðra ein­stak­linga búa í Afr­íku.

Hóp­ur fólks safnaðist sam­an í gær við Notre dame dóm­kirkj­una til að mót­mæla þess­um orðum páfa. Smokk­um var dreift og héldu sum­ir á skilt­um með mynd­um af páfa og árit­un­inni "morðingi". Þegar stuðnings­menn páfa mættu á staðinn, til að árétta að páfinn hefði meint að smokk­ar veittu ekki full­komna vörn gegn HIV-smiti, brut­ust út slags­mál og var lög­regl­an þá kölluð til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert