Hafnaði Kennedy

Demókratinn John F. Kennedy átti son að nafni Tony Bohler …
Demókratinn John F. Kennedy átti son að nafni Tony Bohler ef marka má frásögn gamallar konu.

Átta­tíu og sjö ára göm­ul kona af aust­ur­rísku bergi sem bjó í Banda­ríkj­un­um full­yrðir að hún hafi eign­ast son með John F. Kenn­e­dy, ein­um ást­sæl­asta for­seta Banda­ríkj­anna á síðustu öld, en síðar hafnað boði hans um að ganga í hjóna­band.

Kon­an, Lisa Lanett, lýs­ir því þannig í viðtali við aust­ur­ríska dag­blaðið Kurier að hún hafi átt í tveggja ára ástar­sam­bandi við Kenn­e­dy eft­ir að þau hitt­ust í Phoen­ix í Arizona í kjöl­far síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Seg­ir hún þau hafa eign­ast son­inn Tony sem Kenn­e­dy hafi svo stutt fjár­hags­lega allt þar til hann var myrt­ur í Dallas árið 1963.

Rætt er við son­inn, Tony Bohler, sem nú er 63 ára gam­all og lista­verka­sali í Kali­forn­íu, og þau orð höfð eft­ir hon­um að hann hafi aldrei áttað sig á því hvers vegna hann hafi ekki líkst mann­in­um sem móðir hans sagði vera föður hans meira í út­lit.

Var sá frá Mexí­kó og fyrri eig­inmaður Lanett áður en hún hitti Kenn­e­dy, sam­kvæmt sög­unni.

Vann á móteli í Phoen­ix

Eft­ir að hún skyldi við mann­inn flutt­ist hún til Phoen­ix þar sem hún vann á mótel­inu Mont­erey Lod­ge sem var í eigu móður henn­ar.

Kenn­e­dy flutti til borg­ar­inn­ar árið 1943 og jafnaði sig þar á bak­meiðslum sem hann hlaut í stríðinu.

Þangað kom­inn féll hann fyr­ir Lanett og fór með henni í róm­an­tísk­ar ferðir um Banda­rík­in, að því hún full­yrðir.

Tur­tildúf­urn­ar hafi ferðast til Miami, New York og Kúbu.

Þegar hún hafi greint Kenn­e­dy frá því að hún væri ólétt hafi hann boðið henni að ganga í hjóna­band.

Hún hafi hins veg­ar hafnað boðinu, enda ekki viljað fórna þeim lífs­stíl sem hún unni svo vel.

Hitti leynifjöl­skyldu á laun

Seg­ir hún Kenn­e­dy hafa hitt leynifjöl­skyldu sína á laun, jafn­vel eft­ir að stjórn­mála­fer­ill hans hófst.

Lanett viður­kenn­ir að hún geti ekki fært sönn­ur á mál sitt en Tony var al­inn upp af móður henn­ar Char­lotte Bohler.

Hins veg­ar gæti hún látið bera sam­an erfðaefni Tonys og Carol­ine Kenn­e­dy til að skera úr um skyld­leik­ann.

Skammt er um liðið frá því Kan­adamaður­inn Jack Wort­hingt­on setti sig í sam­band við tíma­ritið Vanity Fair og full­yrti að hann væri son­ur JFK.

Nokkru síðar full­yrti fjöl­skylda hans að framb­urður­inn væri þvætt­ing­ur.

Miklar sögur fóru af meintu sambandi John F. Kennedy og …
Mikl­ar sög­ur fóru af meintu sam­bandi John F. Kenn­e­dy og Mari­lyn Mon­roe.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert