Fá almenning með í baráttunni gegn hryðjuverkum

Jacqui Smith innanríkisráðherra og Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.
Jacqui Smith innanríkisráðherra og Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Bretar geta ekki bara reitt sig á lögreglu og leyniþjónustu í baráttunni við hryðjuverk, að sögn innanríkisráðherra landsins, Jacqui Smith. Þeir verða sjálfir að taka þátt, og samkvæmt nýrri hernaðaraðgerð Bretlands verður þátttaka þeirra tryggð.

Smith kynnti nýju áætlunina fyrir BBC í dag, en samkvæmt henni munu 60.000 mann þjálfuð í að vera á varðbergi gagnvart hryðjuverkastarfsmenni og hvernig bregðast eigi við árás. Í áætluninni er m.a. gert ráð fyrir því að kjarnorkuvopn geti fallið í hendur hryðjuverkamanna. Þar segir að stjórn al-Quaeda muni líklega liðast í sundur en ógnin frá þeim sem sækja innblástur sinn til al-Quaeda verði enn til staðar.

„Hryðjuverkamenn munu reyna að vera einu skrefi á undan okkur,“ hefur BBC eftir Jacqui Smith. Að hennar sögn mun aðgerðarpakkinn gegn hryðjuverkum m.a. innihalda stuðning við málstað hófsamra múslima, aðgerðir gegn útbreiðslu öfgastefnu, undirbúning viðbragða við mögulegri árás og samvinnu frá samfélaginu öllu.

Gert er ráð fyrir að Bretar muni, árið 2011, eyða 3,5 billjónum punda í varnir gegn hryðjuverkum. Alls vinna 3.000 breskir lögreglumenn nú að þessum málaflokki, en árið 2003 voru þeir 1.700.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka