Hótelverð lækkar verulega í heiminum

Marriott hótelið í Jórdaníu.
Marriott hótelið í Jórdaníu. Þorkell Þorkelsson

Gisting á hótelum lækkaði verulega í verði á fjórða fjórðungi síðasta árs og lækkunin var mest í Bandaríkjunum og Kanada, samkvæmt könnun sem birt var í dag. Sagt er að verðlækkunin hafi verið næstmest í Reykjavík af þeim borgum sem könnunin náði til.

Meðalverðið á hótelherbergum í Norður-Ameríku lækkaði um 12% í október til desember miðað við sama tímabil árið 2007, samkvæmt könnun hótelvefjarins hotels.com. Könnunin náði til 68.000 hótela og gistihúsa á rúmlega 12.500 stöðum.

Í Evrópu lækkaði meðalverðið um 10%, í löndum Rómönsku Ameríku um 7% og í Asíu um 2%.

Könnunin bendir til þess að verðlækkunin hafi verið mest í indversku borginni Mumbai, eða um 40%. Verðlækkunin  er sögð hafa verið næstmest í Reykjavík, eða 36%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert