Ungur hakkari fær vinnu við ráðgjöf

Nýsjálenski hakkarinn Owen Thor Walker í réttarsal
Nýsjálenski hakkarinn Owen Thor Walker í réttarsal

Ný­sjá­lensk­ur ung­lings­pilt­ur sem hef­ur viður­kennt að vera hakk­ari og taka þátt í alþjóðleg­um net­glæpa­hring hef­ur verið ráðinn til starfa sem ráðgjafi hjá fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu TelstraC­le­ar í Nýja Sjálandi.

Tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins segja að pilt­ur­inn, Owen Thor Wal­ker, gefi nú viðskipta­vin­um ráðlegg­ing­ar um hvernig hægt er að forðast tölvuglæpi. Hann var áður lyk­ilmaður í klíku hakk­ara sem braust inn í yfir millj­ón tölv­ur um all­an heim og var rann­sakaður af yf­ir­völd­um í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og á Nýja Sjálandi þegar hann var aðeins 16 ára gam­all og enn í grunn­skóla.

Wal­ker tek­ur nú þátt í aug­lýs­inga­her­ferð gegn tölvuglæp­um og hef­ur auk þess flutt fjölda fyr­ir­lestra til að leiða bæði starfs­mönn­um og viðskipta­vin­um í ljós hætt­urn­ar sem steðja að fyr­ir­tækj­un­um í gegn­um tölv­ur. Hann játaði í fyrra sök að sex ákær­um um glæp­sam­lega hegðun á net­inu og að vera lyk­ilmaður í hakk­araklíku sem talið er að hafi rænt a.m.k. 20 millj­ón­um banda­ríkja­dala af lokuðum banka­reikn­ing­um. Sjálf­ur rændi hann ekki pen­ing­un­um en fékk hins­veg­ar greidd­ar háar fjár­hæðir fyr­ir að þróa hug­búnað sem gaf aðgang að heima­bönk­um og kred­it­kort­um.

Hann var hins­veg­ar ekki lát­inn sæta refs­ingu þar sem hann reynd­ist vera greind­ur með ein­hverfu. Þeir sem rann­sökuðu þátt Wal­ker í glæp­un­um sögðu vírus­ana sem hann hannaði vera með þeim allra flókn­ustu sem þeir hefðu séð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert